Fundargerð fyrir 20. september, 2018.
Fundur nr. 3/2373 frá upphafi. Haldinn í Hvoli.
Mættir: Anna Kristín Björnsdóttir, Ágúst Ingi Ólafsson, Drífa Hjartardóttir, Grétar Hrafn Harðarson, Guðmundur Halldórsson, Hrafn A Harðarson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Ólafur Ólafsson, Sigurður Sigurðsson, Sváfnir Sveinbjarnarson og Sæmundur Holgersson.
Afsakaðir: Árni Bragason, Kjartan Þorkelsson,
Lúðvík Bergmann, Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Sveinn Runólfsson.
Gestur var: Anna Málfríður Sigurðardóttir, píanókennari. Rótarý International Reykjavík.
Erindi kvöldsins: Guðmundur Halldórsson sagði frá ráðstefnu, SERE, um endurheimt vistkerfa og loftslagsbreytingar sem haldin var í Reykjavík í byrjun sept. 2018.
Guðmundur sagði frá ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík dagana 9-13 sept 2018 og fjallaði um endurheimt vistkerfa á tímum loftslagsbreytinga. Landgræðslan hélt ráðstefnuna í samstarfi við Landbúnaðarháskólann, Landgræðsluskólann, Landvernd og Alþjóðlegu vistheimtarsamtökin. Tildrög ráðstefnunnar voru sú staðreynd að um 25% af losun gróðurhúsalofttegunda stafa af land- og skógareyðingu. Endurheimt vistkerfa verður því að vera hluti af lausnum í loftslagsmálum ef unnt á að vera að snúa þeirri þróun við. Ísland er dæmigert fyrir þessa stöðu mála. Hér var frjósamt land við landnám og allt að 75% gróið og allt að 25% skógi vaxið. Nú er um gróið 30%, þar af skóglendi 1,5% og alvarleg landeyðing á 35-40% landsins. Losun gróðurhúsalofttegunda er því mjög stór hluti af heildarlosun Íslands.
Ráðstefnan skiptist í fjölmargar málstofur þar sem meðal annars var fjallað um endurheimt skóglendis, votlendis og líffræðilegrar fjölbreytni. Þá var sérstök málstofa um aðlögun að loftslagsbreytingum. Á síðasta degi ráðstefnunnar var boða til loftslagsþings þar sem fulltrúar atvinnulífsins kynntu framlag sitt til loftslagsmála og framtíðaráform á því sviði. Ágætar umræður urðu að erindi Guðmundar loknu.
Kvæði kvöldsins flutti Anna Kristín og var það kvæðið Regn eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson (1918-1981)
Sigurður Sigurðsson var fundarstjóri.
Að svo búnu sleit forseti fundi með fjórprófi.
Fundargerð ritaði Anna Kristín Björnsdóttir og Guðmundur Halldórsson