Fundargerð fyrir 27. september, 2018.
Fundur nr. 4/2374 frá upphafi. Haldinn í Hvoli.
Mættir: Anna Kristín Björnsdóttir, Ágúst Ingi Ólafsson, Árni Bragason, Drífa Hjartardóttir Grétar Hrafn Harðarson, Sigurður Sigurðsson, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Sváfnir Sveinbjarnarson og Sæmundur Holgersson
Afsakaðir: Árni Bragason, Eydís Indriðadóttir, Guðmundur Halldórsson, Hrafn A Harðarson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Kjartan Þorkelsson, Lúðvík Bergmann, Ólafur Ólafsson og Sveinn Runólfsson.
Sigurður Sigurðsson var fundarstjóri.
Erindi kvöldsins: Klúbbfundur. Sigurður Sigurðssonvar fundarstjóri.
Umdæmisþing Rótarý verður haldið á Hótel Selfossi þann 12.-13.10.
Ákveðið var að Kjartan Þorkelsson fengi að fara. Hef rætt það við hann og sent honum póst um að skrá þurfi sig fyrir þann 10. okt. Kjartan kemst alla vega ekki vegna spennandi ráðstefnu um Kötlu haldið í Vík þann 12. okt.
Rætt var enn og aftur um að fjölga félögum í klúbbnum. T.d. Einar ?son kom oft í fyrra, en það fórst fyrir að bjóða honum í klúbbinn.
Kvæði kvöldsins flutti Drífa; Öfugmæla vísur.
Séð hef ég köttinn syngja á bók,
selinn spinna hör á rokk,
skötuna elta skinn í brók,
skúminn prjóna smábarnssokk.
Að svo búnu sleit Sigurður fundi með fjórprófi.
Fundargerð ritaði Anna Kristín Björnsdóttir