Heimsókn í Midgard kynning á starfseminni

fimmtudagur, 30. september 2021 18:00-20:00, Midgard 860 Hvolsvöllur
Forfallaðir: Árni Bragason, Sveinn Runólfsson, Elína Hrund Kristjándóttir, Björg Árnadóttir, Lúðvík Bergann og Gunnar Nordahl.
Gestir: Vibeke Nörgard Nielsen, Hans Nielsen, Sigrún Jónsdóttir, Guðlaug Oddgeirsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, Sóley Ástvaldsdóttir, Anheiður Harðardóttir og Ragnar Þór Ólafsson. 

Hildur Guðbjörg bauð gesti velkomna og fór yfir sögu fyrirtækisins og helstu markmið þess. Það þarf hugmyndaauðgi, hugrekki og vilja til þess að breyta gömlu verkstæði og steypustöð í nútímalegt fyrirtæki/húsnæði. Einnig þurfti sveigjanleika sveitarfélagsins er varðar breytingu á deiliskipulagi.
Gildi fyrirtækisins eru að leggja áherslu á nærumhverfið og framleiðsluvörur úr héraði (lokal), sveigjanleika, fjölskyldu, ást og umhyggju og skemmtun.
Snæddur var góður kvöldverður og félagar áttu notalega kvöldstund í Midgard. Vibeke sagði frá tengslum sínum við Ísland, þ.á.m. við nokkra félaga klúbbsins. Hún er mikill Íslandsvinur og flutti einnig ljóð kvöldsins á dönsku. Farið var með fjórprófið og fleira var ekki gert og fundi slitið.