Rótarýfundur

fimmtudagur, 6. september 2018 18:30, Hvoll félagsheimili Austurvegi 8 860 Hvolsvöllur
Fundargerð fyrir 6. september, 2018.
 
 
 
 
Fundur nr. 1/2371 frá upphafi. Haldinn í Hvoli. 
 
 
Mættir:Anna Kristín Björnsdóttir, Ágúst Ingi Ólafsson,Árni Bragason, Drífa Hjartardóttir Grétar Hrafn Harðarson, Guðmundur Halldórsson, Hrafn A Harðarson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Kjartan Þorkelsson, Ólafur Ólafsson, Sigurður Sigurðsson, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Sváfnir Sveinbjarnarson og Sæmundur Holgersson
 
 
Afsakaðir:Bjarni Bjarnason, Eydís Indriðadóttir, Lúðvík Bergmann, og Sveinn Runólfsson. 
 
 
Erindi kvöldsins:Klúbbfundur Kjartan Þorkselsson var fundarstjóri.
 
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, gjaldkeri lagði fram reikninga síðasta starfsárs, sem var frekar dýrt fyrir okkur, en við höfðum samt sem áður efni á þessu. 
 
Því miður gat Ólafía ekki verið matráður lengur sökum annríkis, þannig að Ásta Kristjánsdóttir er ný matstýra. Það er ekki lengur hægt að fá tilbúinn mat frá SS, nema örfáa rétti. Þannig að Ásta verður að elda úr hráefni frá SS. Þess vegna var ákveðið að hækka launin úr kr. 8000.- í kr. 11-12.000.- fyrir kvöldið.
 
Garðar Eiríksson, umdæmisstjóri kemur þann 8. nóv 
Nýr alþjóðlegur forseti hefur valið sér kjörorðið: “Be the inspiration” (Verið fyrirmyndin).
Hans aðal áherslur eru: Umhverfismál, fjölgun ungs fólks og kvenna í Rótarý.
Rótarý ráðstefna verður í Hamborg í vor.
 
Kjartan fór yfir nefndir þessa starfsárs.
Fyrsti fundur ársins 2019 verður þann 10. janúar. Síðasti fundur verðurs þann 28. mars.
Síðan verður vorferð í júní 2019 og stjórnarskipti.
 
Rætt var um að fjölga félögum, helst þannig að hver og einn félagi kemur með 1-2 einstaklinga með sér sem gesti á fundi til að byrja með.
 
 
Kvæði kvöldsinsflutti Kjartan Þorkelsson.
 
 
Að svo búnu sleit forseti fundi með fjórprófi. 
 
Fundargerð ritaði Anna Kristín Björnsdóttir